Tannlæknastofan Tannbjörg var stofnuð árið 2002. Allt frá upphafi höfum lagt metnað okkar í að veita góða þjónustu í þeim tilgangi að bæta og viðhalda tannheilsu viðskiptavina okkar.  Starfsfólk Tannbjargar er faglært og rík áhersla er lögð á endurmenntun og nýjungar í tannlækningum s.s fyllingum, postulíni, tannsmíði, röntgen og sótthreinsibúnaði.

Við hjá Tannbjörgu erum öflug í endurmenntun og erum aðilar að Tannlæknafélagi Íslands, European Society of Cosmetic Dentistry og American Academy of Cosmetic Dentistry.

Andrúmsloftið hjá okkur er hlýlegt og við viljum að viðskiptavinum okkar líði vel hjá okkur. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur ef við getum orðið þér að lið.


sérsvið okkar

  • allar almennar tannlækningar

  • forvarnir og fræðsla

  • léttar tannréttingar

  • útlitstannlækningar

  • tannhvíttun

  • öll almenn smíði tanngerva

  • smíði á tannplanta

  • barnatannlækningar